Höfuðborgarsvæðið þarf að vera skipulagt sem ein heild með gott aðgengi, seiglu og framtíðarsýn.
Sanngjarnt samfélag byggir á jafnræði, gagnsæi og virðingu fyrir rétti allra.
Fókuserum á öruggt, hlýlegt og manneskjulegt umhverfi þar sem fjölskyldur dafna.
Styrkjum göngu- og hjólastíga, útivistarsvæði og aðgengi að náttúrunni í Mosfellsbæ.
Ég heiti Júlíana Guðmundsdóttir og ég býð mig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ vegna þess að ég vil leggja mitt af mörkum til samfélagsins sem ég bý í og treysti á.
Ég er lögmaður að mennt og starfa hjá Visku – stéttarfélagi, þar sem ég vinn daglega að samninga- og vinnuréttarmálum og hef þar með mikla innsýn í réttindi fólks, vinnumarkaðinn og mikilvægi skýrra og ábyrgra ákvarðanataka.
Ég hef einnig tekið þátt í samfélagsmálum í Mosfellsbæ og meðal annars setið í yfirmatsnefnd og í Notendaráði fatlaðs fólks, þar sem ég hef kynnst ólíkum sjónarmiðum og þörfum íbúa.
Ég trúi því að góð sveitarstjórn byggist á hlustun, samvinnu og fagmennsku. Skipulagsmál, samgöngur og lífsgæði eru mér sérstaklega hugleikin, enda hafa þau bein áhrif á daglegt líf fólks. Mosfellsbær á að vera bæjarfélag þar sem fólk vill búa, ala upp börn og eldast með reisn. Að því vil ég vinna.
Ég er gift Sigurði Árna Reynissyni, kennara í Lágafellsskóla, og eigum við tvö börn og fjögur barnabörn. Í frítíma mínum legg ég mikla áherslu á hreyfingu og útivist og skipar golfið þar stóran sess, en ekkert er mér mikilvægara en tíminn með fjölskyldunni og barnabörnunum.
Viltu spyrja, deila hugmynd eða taka þátt í samtalinu um Mosfellsbæ?
Sendu mér línu – ég hlakka til að heyra frá þér.